Sumaropnun sundlauga

Sundlaugin á Suðureyri

Þó gráni í fjöll segir dagatalið að það sé komið sumar og opnunartími sundlauga tekur sem betur fer mið af dagatalinu.

Hjá Ísafjarðarbæ eru opnunartímar sundstaða með þessum hætti:

Sundhöll Ísafjarðar
Virkir dagar 10.00 – 21.00
Helgar 10.00 – 17.00
Rauðir dagar 10.00 – 17.00

Flateyrarlaug
Virkir dagar 10.00 – 20.00
Helgar 11.00 – 17.00
Rauðir dagar 11.00 – 17.00

Suðureyrarlaug
Allir dagar í sumar 11.00 – 19.00

Á Suðureyri hefur reyndar ekki tekist að manna sundlaugina, þangað til það tekst opnar laugin kl. 15:00 en ekki 11:00 eins og til stóð.

Í Bolungarvík er mönnum slétt sama um árstíðir og þar er Musteri vatns og velllíðunar opið frá 6:15 – 21:00 alla virka daga og um helgar 10:00 18:00, allan ársins hring.

Á Tálknafirði er komin sumaropnun og þar er sundlaugin opin alla daga frá kl. 9:00 – 21:00

Á Patreksfirði er sundlaugin opin 8:00- 21:30 á virkum dögum en frá 10:00 – 18:00 um helgar.

DEILA