Einsdæmi í sögu Golfklúbbsins

Efstu kylfingar á mótinu í gær. F.v Anna Guðrún, Shiran, Víðir Gauti og Janusz Pawel.

Golfvöllurinn í Tungudal opnaði formlega föstudaginn 5.maí , mánuði fyrr en í fyrrasumar. Maí er ekki á enda en Golfklúbbur Ísafjarðar hefur haldið þrjú mót sem er líklega einsdæmi í sögu klúbbsins. Í gær fór fram mót í blíðaskaparverðir og vallaraðstæður eins og þær gerast bestar. Tuttugu og sjö kylfingar tókur þátt í mótinu. Shiran Þórisson sigraði mótið og hlaut hann 37 punkta. Í öðru sæti var Víðir Gauti Arnarson, einnig með 37 punkta. Í þriðja sæti var Anna Guðrún Sigurðadóttir og hlaut hún 35 punkta. Nándarverðlaun fyrir að vera næstur holu á 7/16 braut.

Janusz Pawel Duszak fékk nándarverðlaun fyrir að vera næstur holu á 7/16 braut, en hann náði að vera 98 cm frá holunni.

Næsta vormót Golfklúbss Ísafjarðar  verður sunnudaginn 28.maí kl. 10.

DEILA