Bollywoodmyndinni frestað

Holt í Önundarfirði. Mynd: Ágúst Atlason.

Tökum á Bollywood mynd sem hefjast áttu í vikunni hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Búi Baldvinsson, framleiðandi myndarinnar hjá Hero Productions, segir í frétt RÚV að tökur frestist þar sem ráðast eigi í breytingar á handriti myndarinnar. Upptökur áttu að mestu að fara fram í Holti í Önundarfirði. Snjóleysið fyrir vestan hafði að sögn Búa einnig sitt að segja, en kvikmyndagerðarmennirnir höfðu vonast eftir snjó í tökunum.

Framleiðendurnir hafi ekki gefist upp á Íslandi og fyrirhuga tökur á tveimur öðrum myndum á Íslandi í sumar.

smari@bb.is

DEILA