Ásgeir Helgi sýnir í Hamraborg

 

Áhugaljósmyndarinn Ásgeir Helgi Þrastarson hefur opnað sýningu á verkum sínum í Hamraborg á Ísafirði. Ásgeir hefur valið nokkrar af uppáhalds myndunum sínum til að deila með gestum á sýningunni og eru þær prentaðar á pappír eða striga. Myndirnar sýna vestfirskt landslag og eru þær teknar að kvöld og næturlagi og segist Ásgeir vilja sýna mismunandi landslag, tímasetningar og litbrigði, en myndirnar sýna margar litríkan himinn við sólarlag eða dansandi norðurljósagleði. Þetta er fyrsta sýning Ásgeirs Helga og eru verkin á sýningunni til sölu.

annska@bb.is

DEILA