Samstarf slökkviliða á Ísafirði og í Bolungavík í undirbúningi

Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í gær kynnti Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri áform um gerð þjónustusamnings milli Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar og Slökkviliðs Bolungarvíkurkaupstaðar.

Það er Bolungarvíkurkaupstaður sem hefur óskað eftir samstarf við Ísafjarðarbæ á sviði brunavarna.


Samstarfið mun í grófum dráttum felast í eftirfarandi:
Slökkviliðsstjóri Ísafjarðarbæjar verður jafnframt slökkviliðsstjóri yfir slökkviliði
Bolungarvíkur.
Slökkviliðin verða áfram aðskilin ásamt starfsemi slökkvistöðva þ.e. húsnæðis, bíla og
búnaðar.

Hlutverk slökkviliðsstjóra verður að hafa yfirumsjón með slökkviliðinu í Bolungarvík í samvinnu við varðstjóra sem staðsettur er í Bolungarvík.

Slökkviliðsstjóri mun skipuleggja og bera ábyrgð á eldvarnareftirliti í Bolungarvík, skipuleggja mönnun og og æfingar slökkviliðanna og hann gerir tillögu um fjárfestingar í búnaði og aðstöðu í Bolungarvík.

Kostnaður Bolungarvíkurkaupstaðar af samstarfinu verður útfærður í samningi sem gengið verður frá fyrir lok janúar 2022.

Þetta fyrirkomulag mun taka gildi frá 1. Janúar n.k. og verður endurskoðað að 12 mánuðum liðnum.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!