Reykhólahreppur: samþykkir viðræður við Strandabyggð um sameiningu

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum í gær að hefja óformlegar viðræður um mögulegar sameiningar sveitarfélaga við Strandabyggð. Nágrannasveitarfélögum verður gefinn kostur á að gerast aðilar að viðræðunum.

Erindi frá Tálknafjarðarhreppi dagsett 26. nóvember 2021, þar sem sveitarfélagið leitar eftir afstöðu Reykhólahrepps til sameiningar þeirra sveitarfélaga á Vestfjörðum sem eru líkleg til að þurfa að taka tillit til nýrra ákvæða sveitarstjórnarlaga fyrir árið 2026, það eru Árneshreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Kaldrananeshreppur,
Reykhólahreppur, Strandabyggð, Súðavíkurhreppur, Vesturbyggð auk Tálknafjarðarhrepps var einnig tekið fyrir. En í ljósi þess að flest sveitarfélög hafa hafnað erindinu telur Reykhólahreppur að þessi sameining sé ekki raunhæf að svo stöddu.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!