Blak: Vestri náði í 4 stig um helgina

Blaklið Vestra karla lét tvo leiki á Ísafirði um helgina í efstu deild blaksins. KA menn komu í heimsókn frá Akureyri og léku liðin tvívegis. Í fyrri leiknum náðu Vestramenn undirtökunum og unnu tvær fyrstu hrinurnar. KA svaraði með sigri í þriðju hrinu en Vestri tryggði sér sigur í fjóru hrinunni og unnu því leikinn 3:1.

Seinni leikurinn var einnig jafn og spennandi. Vestri vann fyrstu hrinuna en KA tvær þær næstu. Vestri náði sigri í fjórðu hrinunni og jafnaði leikinn í 2:2, en KA tryggði sér sigur með því að vinna fimmtu hrinuna.

Vestr náði í 4 stig úr þessum tveimur leikjum en KA fékk tvö stig.

Staðan i deildinni er sú að Vestri er í 6. sæti með 4 stig. HK er efst með 15 stig.