Volgnar í Skjaldfannardal

Á mánudaginn var sem oft fyrr blíðuveður við Djúp. Indriða Aðalsteinssyni, bónda á Skjaldfönn fannst nóg um

og kvað hann siesta að spænskum sið orðin nauðsyn og leitaði í skuggann.

Hitametin falla fljótt

fyrir utan gluggann.

Þó eflaust þyki lýðum ljótt

leita ég í skuggann.