Hrafnseyri: fyrirlestrar á fimmtudaginn um fornleifarannsóknir

Nàttúrustof Vestfjarða hefur undanfarin 10 ár staðið fyrir fornleifarannsókninni Arnarfjörður á miðöldum. Til að fagna þessum tímamótum verður bíðið upp á fyrirlestra á Hrafnseyri á fimmtudaginn sem tengdast fornleifarannsóknum.

Fimmtudagunn 12. ágúst kemur dr. John Steinberg og kynnir rannsóknir sem hann hefur unnið að í samstarfi við dr. Guðnýju Zoëga í Skagafirði undanfarin ár. 

Margrét Hallmundsdóttir.

Margrét Hallmundsdóttir stjórnandi rannsóknarinnar Arnarfjörðir á miðöldum mun einnig halda fyrirlestur um það sem rannsóknin hefur leitt í ljós undanfarin 10 ár. 

Grímuskylda er á fyrirlestrinum og auðvelt að tryggja fjarlægð milli einstaklinga. Vegna fjölmargra erlendra háskólanema í fornleifafræði sem staddir eru á Hrafnseyri munu fyrirlestrarnir fara fram á ensku.

Fyrirlestrarnir hefjast kl 4 í kapellunni á Hrafnseyri. 

DEILA