Ein fjöl í einu – sýning í Listasafni Samúels

Sýningin Ein fjöl í einu verður opnuð í Listasafni Samúels Jónssonar, Brautarholti í Selárdal í Arnarfirði sunnudaginn 11. júlí kl. 15.00.

Sýningin leitast við að varpa ljósi á líf Samúels Jónssonar, vinnu hans og list. Listamennirnir Elísabet Brynhildardóttir, Erling T.V. Klingenberg, Hekla Dögg Jónsdóttir, Selma Hreggviðsdóttir og Sirra Sigrún Sigurðardóttir sýna verk sérstaklega unnin fyrir sýninguna sem öll bregðast við og byggja á umhverfinu og myndheiminum sem Samúel skapaði. 

Sýningin stendur út ágúst. Listasafn Samúels Jónssonar er opið alla daga frá kl. 10 til 18.