Rósa Björk svarar ekki

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþm. hefur ekki svarað fyrirspurnum Bæjarins besta um ummæli hennar á eldhúsdegi Alþingis sl. mánudag. Þar sagði Rósa Björk að Vinstri grænir, „flokkurinn sem leiðir við ríkisstjórnarborðið hefur guggnað yfir fleiri hápólitískum umhverfismálum. Má þar nefna vegalagningu um Teigskóg,  sem um gilda sérlög og hefur að auki sérstaka vernd í náttúruverndarlögum. Engin afdráttarlaus pólitísk lína hefur verið gefin út vegna virkjunaráforma í Hvalá á Ströndum, heldur treyst á lagaþrætur og dóma til að tefja málið.“

Var hún innt eftir því hvort hún teldi að hætta eigi við vegagerðina í Þorskafirði og hvaða leið ætti þá að fara og varðandi ummæli hennar um Hvalárvirkjun var hún spurð að því hvernig hún teldi að auka ætti raforkuöryggi Vestfirðinga og framboð af rafmagni án virkjunarinnar.

Fyrirspurnin hefur verið ítrekuð án árangurs.

DEILA