N4: FISKELDI VIÐSPYRNAN Í ATVINNUMÁLUM VESTFJARÐA

Ný íslensk sjónvarpsþáttaröð „Fiskeldi samfélagsleg áhrif“  er að hefja göngu sína á sjónvarpsstöðinni N4. Þættirnir fjalla um starfssemi fiskeldisfyrirtækja og samfélagsleg áhrif vegna starfssemi þeirra á byggðir landsins.

Í þáttunum verður sjónunum beint að fiskeldi á Vestfjörðum og Austurlandi. Byrjað verður á því að fjalla um Vestfirðina, en hver þáttur er nærri klukkutími að lengd. „Fiskeldi  vex hröðum skrefum á Vestfjörðum og íbúum sveitarfélaganna þar hefur fjölgað vegna þess enda talað um að fiskeldið sé viðspyrnan í atvinnumálum Vestfjarða,“ segir Karl Eskill Pálsson, sem er umsjónarmaður þáttanna ásamt Maríu Björk Ingvadóttur. Í þáttunum kynna þau María og Karl Eskill sér starfssemi fiskeldisfyrirtækjann og ræða við fulltrúa sveitarfélaganna og atvinnulífsins fyrir vestan.

Fyrsti þátturinn verður frumsýndur miðvikudagskvöldið 2. júní klukkan 20:00 á N4.

https://fb.watch/5QEWk37jZF/

DEILA