GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ – LÝÐVELDIÐ 77 ÁRA

Frá Hrafnseyri

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er í dag. Lýðveldið Ísland var stofnað á Þingvöllum og tók við af konungsríkinu Ísland. Liðin eru rétt 77 ár frá fullu sjálfstæði þjóðarinnar. Það þótti við hæfi að velja fæðingardag Jóns Sigurðssonar, 17. júní, sem stofndag lýðveldisins.

Hátíðadagskrá verður að venju að Hrafneyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar og einnig hefur vegleg dagskrá verið auglýst á Ísafirði, í Bolungavík og í Vesturbyggð.

Bæjarins besta óskar lesendum sínum og Vestfirðingum gleðilegra þjóðhátíðar.

Hátíðardagskrá á Hrafnseyri

13:00 – 13:45                Hátíðarguðþjónusta: sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir sóknarprestur í Bolungarvík þjónar fyrir altari og Halla Signý Kristjánsdóttir þingmaður prédikar.

                                   Félagar úr kirkjukór Ísafjarðarprestakalls syngja.

                                   Undirspil: Jóngunnar Biering Margeirsson.

14:15                                       Setning Þjóðhátíðar.

                                   Tónlist: Bergþór Pálsson, skólastjóri Tónlistaskólans á Ísafirði.

                                   Hátíðarræða: Elísabet Jökulsdóttir, rithöfundur.

15:00                                       Háskólahátíð í tilefni útskriftar vestfirskra háskólanemenda.

Kynnir á hátíðinni er prófessor Guðmundur Hálfdanarson.

Opnun myndlistarsýningar sumarsins eftir myndlistarkonuna Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur.

Kaffiveitingar á meðan hátíð stendur.

Rútuferð, Ísafjörður – Hrafnseyri, fólki að kostnaðarlausu.

Rútan fer frá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði kl. 11:30

Rútan fer frá Hrafnseyri kl. 17:00

Vinsamlegast hafið samband við reception@uwestfjords.is eða í síma 450 3040 til að skrá ykkur í rútu.

Kaffi og afmælisterta í boði Hrafnseyrar verður á meðan á dagskrá stendur fram til kl. 17:00.

Einnig verður hægt að kaupa súpu með brauði.

DEILA