Fiskmarkaður Vestfjarða ræðst í nýbyggingu

Fiskmarkaður Vestfjarða í Bolungavík hefur ráðist í að byggja 1000 fermetra stálgrindarhús fyrir starfsemi sína á Brjótnum. Fyrsta steypan fyrir undirstöðum var á miðvikudaginn og er ráðgert að plata verði steypt fyrir júnílok og búið að reisa stálgrindina, klæða húsið og gera það nothæft í október/nóvember.

Samúel Samúelsson, framkvæmdastjóri sagði í samtali við Bæjarins besta að þetta væru framkvæmdir upp á 300 – 350 milljónir króna sem væru fjármagnaðar að hluta til með lántöku og að hluta til með eigin fé.

Það eru vestfirskir Vesrktakar sem annast vinnu við grunninn og steypuna. Stálgrindin er innflutt.

Ísframleiðsla verður áfram í eldra húsnæði þar sem Fiskmarkaður Vestfjarða var í upphafi.

Samúel var glaðbeittur og sagði að þetta yrði flottasti fiskmarkaður á Íslandi!

Myndin sýnir grunninn að nýja húsinu. Myndir: Samúel Samúelsson.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!