Bolungavík: 1300 tonna afli í mars

Bolungavíkurhöfn í aprílbyrjun 2021. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls bárust 1300 tonn af bolfiski á landi í Bolungavíkurhöfn í marsmánuði. Skiptist aflinn nærri til helminga milli trolls og snurvoðar annars vegar og krókaveiða hins vegar.

Togarinn Sirrý ÍS var sem fyrr aflahæst með 558 tonn í 6 veiðiferðum og snurvoðarbáturinn Ásdís landaði 73 tonnum.

17 tonn á handfæri

Til tíðinda bar að í marsmánuði veiddu 5 bátar 17 tonn á handfæri. Hjörtur Stapi ÍS var þeirra aflahæstur með tæplega 11 tonn í 8 róðrum.

Átta línubátar skiluði um 650 tonnum að landi. Aflahæstu bátarnir fóru 15 – 16 róðra. Fríða Dagmar ÍS var með 159 tonn, Jónína Brynja ÍS með 146 tonn og Otur II ÍS aflaði 132 tonn. Einar Hálfdáns ÍS landaði 107 tonnum.

DEILA