Lengjudeildin slegin af- Vestri í 7. sæti

Knattspyrnumótum sumarsins er lokið. Stjórn Knattspyrnusambands íslands ákvað þetta eftir síðustu ákvarðanir stjórnvalda um harðar sóttvarnarráðstafanir næstu vikurnar. Þ

Lokastaðan í Lengjudeildinni í knattspyrnu karla varð því samkvæmt stöðunni eftir 20 umferðir af 22. Tvær síðustu umferðirnar verða því ekki spilaðar.

Staða Vestra var trygg fyrir þessa ákvörðun og liðið varð í 7. sæti af 12 í deildinn. Liðið fékk 29 stig, vann 8 leiki, gerðu 5 jafntefli og tapaði 7 leikjum.  Þá skoraði Vestri 29 mörk og fékk á sig 28. Þetta verður að teljast góður árangur hjá nýliðum í deildinni.

Eru vonir bundnar við betri árangur næsta sumar og að þá geti liðið blaðndað sér í frekar í baráttu um efstu sætin. jarni Jóhannsson lætur af störfum sem þjálfari eftir þriggja ára farsælt starf og Heiðar Birnir Torleifsson hefur verið ráðinn sem næsti þjálfari.

 

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!