Háskólasetur Vestfjarða: tvær meistaraprófsvarnir á morgun

 

Hagkvæmni og áskoranir endurnýtingarkerfa í fiskeldi

Miðvikudaginn 6. maí kl. 9:00 mun Otso Kalle Sinisalo verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Meistaraprófsvörnin er opin almenningin en vegna samkomubanns af völdum COVID-19 verður vörnin aðgengileg á netinu á YouTube rás Háskólaseturs.

Ritgerðin fjallar um notkun endurnýtingarkerfa fyrir regnbogaseiðaeldi í Finnlandi og ber titilinn „Feasibility and challenges of Recirculating Aquaculture Systems (RAS) in rainbow trout (Oncorhynchus mykiss) post-smolt production in the coastal subarctic Finland.“ Nánari upplýsingar má nálgast í úrdrætti á ensku.

Leiðbeinandi verkefnisins er Markus Kankainen, vísindamaður við Luke – umhverfisstofnun Finnlands. Prófdómari er dr. Ólafur Ögmundarson, aðjúnkt við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.

Áhrif æðarbúskapar á kríuvarp á Íslandi

Á morgun 6. maí kl 13:00  mun Eliza-Jane Morin verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Meistaraprófsvörnin er opin almenningin en vegna samkomubanns af völdum COVID-19 verður vörnin aðgengileg á netinu á YouTube rás Háskólaseturs.

Í ritgerðinni fæst Eliza-Jane við að greina hvaða áhrif, viðhorf og aðferðir æðarbænda á Íslandi hafa á kríuvarp og ber hún titilinn „Farming for Conservation: How Eiderdown Farmers’ Practices and Perspectives Impact Breeding Arctic Terns in Iceland.“ Nánari upplýsingar má nálgast í úrdrætti á ensku.

Leiðbeinendur eru dr. Freydís Vigfúsdóttir, sérfræðingur við Háskóla Íslands og dr. Catherine Chambers, fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Prófdómari er dr. Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands.