Vestfirðir: Safna fyrir 2 öndunarvélum

Hópur sem nefnist stöndum saman Vestfirðir hefur hafið söfnun fyrir 2 öndunarvélum sem verða á Vestfjörðum, önnur á Patreksfirði og hin á Ísafirði. Ætlunin er að safna 7 milljónum króna.

Áskorunin frá hópnum  birtist á Facebook og er svohljóðandi:

Kæru vinir, Vestfirðingar ! Oft er þörf en nú er nauðsyn. Við vitum flest að þessir tímar eru skrítnir, erfiðir og flóknir fyrir okkur öll. En við vitum að Vestfirðingar eru engum líkir og geta allt þegar þeir standa saman.

Við höfum, í samráði við Hvest ákveðið að keyra í gang næstu söfnun. Við þurfum að safna fyrir tveimur BiPap öndunarvélum. Önnur verður staðsett á Patreksfirði og hin á Ísafirði. Þetta er langstærsta söfnunin okkar hingað til, en við erum að tala um rúmar 7 milljónir. Við erum fullar bjartsýni því að við vitum hvernig samfélagið hér vestra virkar, það virkar nefninlega best þegar við stöndum saman.
Nú þurfum við öll að leggjast á eitt, einstaklingar, fyrirtæki og allir sem geta. Við minnum á að margt smátt gerir eitt stórt 
Reikningsupplýsingarnar eru: 156-26-216 kt.410216-0190