Nýr bátur til Flateyrar

Í gær kom til heimahafnar í fyrsta sinn báturinn Stórborg ÁR 1 eftir sólarhrings siglingu frá Þorlákshöfn. Þorgils Þorgilsson eigandi Walvis ehf sem keypti bátinn sigldi bátnum. Þorgils sagði að siglingin hefði gengið vel í ágætu veðri.

Fyrirtækið átti bátinn Eið ÍS en hann eyðilagðist í snjóflóðunum í janúar síðastliðnum sem féllu á Flateyri og fóru í höfnina.

Þorgils sagði ekki væri eftir neinu að bíða og ætlunin væri að fara strax í næstu viku á línuveiðar.

Kristinn H. Gunnarsson tók myndirnar.

Þorgils Þorgilsson skipstjóri.
Heldur er að lifna yfir Flateyrarhöfn. Hér sást tveir bátar á siglingu í gær. Stórborg ÁR 1 að sigla inn í höfnina og Aldan ÍS 47 á siglingu utar með fóður í eldiskvíarnar í firðinum.