Hafa safnað 10 milljónum króna

Söfnunarátakið Stöndum saman Vestfirðir hóf í gær söfnun fyrir tveimur  BiPap öndunarvélum fyrir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en þær geta verið nauðsynlegar við meðhöndlun Covid19 smitaðra sjúklinga. Verður önnur vélin á Ísafirði en hin á Patreksfirði. Markmið söfnunarinnar var að ná 7 milljónum króna.

Steinunn Einarsdóttir, Flateyri er ein þeirra sem standa að átakinu og hún sagði áðan í samtali við Bæjarins besta að takmarkinu væri þegar náð, á innan við sólarhring og gott betur. „Söfnunin hefur gengið vonum framar – komnar með fyrir tveim vélum og erum að skríða í 10 milljónir (ekki komin sólarhringur). Höldum ótrauðar áfram og náum þá bara fyrir þvi sem er næst á listanum.“

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!