Covid19: Tvö ný smit í gær

Upp komu tvö ný smit á norðanverðum Vestfjörðum í gær. Bæði smitin komu úr þekktum smithópum í Bolungarvík og voru báðir einstaklingarnir því í sóttkví.

Einn einstaklingur náði bata í gær og eru nú virk smit í umdæminu alls 45 eða um 30% allra virkra smita í landinu.

Alls hafa þá 101 greinst með smit og 53 þeirra hafa náð bata.  69 eru í sóttkví.

Þetta kemru fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Birtar eru reglurnar sem tóku gildi í gær og gilda til 4. maí.