44 sýktir á Vestfjörðum

Þeim Vestfirðingum sem eru sýktir af kórónaveirunni hefur fjölgað frá því í gær og eru nú alls 44. Flestir eru með veiruna í Bolungavík eða 23. Í Ísafjarðarbæ eru 18 smitaðir.

Einn er smitaður í Súðavík, Hólmavík og á Reykhólum, samtals þrír á þessum stöðum. Í sóttkví eru enn 327.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum.

Nokkur fjöldi sýna bíður niðurstaðna, þannig eru um 45 sýni í bið á norðanverðum Vestfjörðum, 10 á suðurfjörðunum en engin á Ströndum og Reykhólum.

 

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!