Samningur um rekstur Studio Dan ekki framlengdur

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar ákvað í janúar  að framlengja ekki samning um á líkamsræktarstöðinni Studíó Dan.

Ísafjarðarbær óskar eftir hugmyndum og lausnum frá áhugasömum aðilum um rekstur líkamsræktarstöðvar með aðkomu bæjarins á einn eða annan hátt, sem verður skoðað í samræmi við hugmyndir.

Mögulegt er að gera tilboð í búnað sem fyrir er í Studíó Dan og hægt er að hafa samband við sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs vegna þess segir í svari upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar við fyrirspurn Bæjarins besta.

Farið var yfir málið að nýju á fundi bæjarráðs nú í vikunni en ekkert nýtt kom fram.