Karfan: Vestri vann toppliðið

Lið Vestra vann glæilegan sigur á toppliði Hamars frá Hveragerði í jakanum á Ísafirði í gærkvöldi.

Leikurinn var jafn og spennandi en Hamar leiddi í hálfleik með 5 stigum. Í þriðja leikhluta sóttu Vestramenn á og minnkuðu muninn niður í 1 stig. Það var svo í fjórða leikhluta sem Vestri gerði út um leikinn með því að vinna hann með 27 sigum gegn 15. Úrslit leiksins urðu 90:79 Vestra í vil.

Nebosja Knezavic varð stigahæstur með 26 stig skoruð. Toni Jelenkovic gerði 24 stig. Nemanja Knezevic setti niður 19 stig og Hilmir Hallgrímsson 11 stig.

Nemanja vann 15 fráköst og Nebosja átti 10 stoðsendingar í leiknum.

Eftir leikinn er Vestri í 4. sæti deildarinnar með 20 stig að 17 leikjum loknum. Hamar og Höttur hafa 34 stig en eftir 19 leiki og breiðablik er með 32 stig eftir 20 leiki. UMFÁlftaness hefur 20 stig eins og Vestri en hefur leikið 20 leiki, eða 3 leikjum meira en Vestri. Ætla má að Vestri sé að verða nokkuð öruggt með 4. sætið.