Ísafjarðarlína úti -uppfært spennan komin

Ísafjarðarlína sló út kl. 17:25.

Í tillkynningu frá Orkubúi Vestfjarða segir að ástæða útleysingar megi rekja til spennivirkis í Breiðadal. Sennileg orsök er selta á búnaði.

Vinnuflokkur býr sig undir að fara á staðinn og kanna aðstæður.

Varaafl er komið í gang á Flateyri en straumleysi verður í sveitinni í Önundarfirði og hluta eyrarinnar.

Uppfært kl 23:05. Spenna er komin á á virkið í Breiðadal samkvæmt tilkynningu Orkubúsins.