Aðvörun frá Ísafjarðarhöfn

Aðvörun frá Ísafjarðarhöfn

Hafnir Ísafjarðarbæjar vilja að gefnu tilefni benda á og brýna fyrir útgerðamönnum og umsjónamönnum báta í öllum höfnum Ísafjarðarbæjar að á morgum verður mjög vont veður og eru allir viðkomandi beðnir um að tryggja landfestar og fylgjast vel međ bátum sínum.
Klukkan 12:05 á morgun föstudag 14 febrúar er háflóð á Ísafirði en þá er líka reiknað með að veðrið verđi í hámarki á Vestfjörðum. Það má gera ráð fyrir að sökum lágs loftþrýstings og áhlaðanda á þessum tíma að hafnarmannvirki geti farið á kaf eða að fríborð verði lítið.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!