Strandabyggð: fjárfesting fyrir 60 m.kr á árinu

Hólmavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Áætlað er að fjárfestingar Strandabyggðar á þessu ári verði 59.950.000 kr.

Helstu verkefni eru eftirfarandi: Haldið verður áfram í verkefninu Ísland ljóstengt og unnið að því að ljósleiðaravæða í dreifbýli á Langadalsströnd yfir í Djúpi. Áfram verður unnið að undirbúningi vegna hitaveitu á Hólmavík. Sett verður niður nýtt stálþil í höfnina og unnið áfram að gatnaframkvæmdum innanbæjar á Hólmavík. Byggja á nýja fjárrétt og unnið verður áfram að viðhaldi á skólahúsnæðum, endurbótum í íþróttamiðstöð og í félagsheimili auk þess sem fjármunir verða settir í endurbyggingu á lóð leikskóla samkvæmt hönnun frá Verkís. Gert er ráð fyrir viðhaldi á þaki Áhaldahúss Strandabyggðar.

Áætlað er að fjármagna þessar framkvæmdir með láni upp á 35.000.000 kr. vegna Eignasjóðs, 3.350.000 kr. vegna Þjónustumiðstöðvar, 10.000.000 kr. vegna Veitustofnunar og 8.000.000 kr. vegna Hólmavíkurhafnar.

Sundurliðun kostnaðar á einstök verkefni kemur ekki fram í bókun sveitarstjórnar.

Fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir 2020 var samþykkt 12. desember  2019 en hefur ekki verið birt.

DEILA