Blak: Vestri-Ýmir í toppbaráttu 1. deildar

Kvennalið Vestra í blaki hefur staðið sig vel í vetur og eru nú í öðru sæti 1. deildar.

Segja má að sannkallaður toppslagur fari fram sunnudaginn 2.febrúar kl.12 en þá koma Ýmis konur í heimsókn til Ísafjarðar .

Ýmir er í 3 sæti með 26 stig eftir 12 leiki en Vestri er í 2 sæti með 30 stig eftir 13 leiki.

Þetta er því mikilvægur leikur í toppbaráttunni fyrir Vestra og þurfa þær á öflugum stuðningi að halda.

Fjölmennum í Torfnes og hvetjum þær til sigurs.