Fjórðungsþing fagni nýjum tengipunkti og áformum um aukna raforkuframleiðslu

Frá fundi Fjórðungsþingsins í gær á Hólmavík. Mynd: Jón Páll Hreinsson.

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga leggur fyrir þingið tillögu um raforkumál. Þar segir að  hvatt sé til þess að hafin verði vinna við mótun langtímaorkustefnu fyrir Ísland, en stefnuleysi stendur þróun á Vestfjörðum fyrir þrifum.

Í tillögunni segir að fyrir liggi að aukin eftirspurn verður eftir orku á Vestfjörðum vegna fjölbreyttrar starfsemi, svo sem kalkþörungavinnslu, fiskeldis, ferðaþjónustu og fjölgunar íbúa samhliða auknum umsvifum í atvinnulífi og að slík uppbygging  er háð því að afhendingaröryggi og aðgangur að aukinni orku sé fyrir hendi.

„Haustþing fagnar því áformum um aukna raforkuframleiðslu á Vestfjörðum með sjálfbærri nýtingu vatns og vinds. Haustþing fagnar því að nýr tengipunktur1 raforku í Ísafjarðardjúpi sé komin á framkvæmdaáætlun Landsnets. Hér hefur verið komið í farveg baráttumáli Vestfirðinga um hringtengingu flutningskerfis raforku á Vestfjörðum eða svokölluð N-1 tenging  Bein áhrif þessa verkefnis verða úrbætur á afhendingaröryggi raforku á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum með nýjum flutningslínum, en óbeint inn á sunnanverða Vestfirði með aukinni flutningsgetu. Því þarf samhliða að auka raforkuöryggi á sunnanverðum Vestfjörðum samkvæmt tillögu í langtímaáætlun Landsnets um uppbyggingu flutningskerfis með raflínum og sæstrengjum. Haustþing hvetur til þess að afhendingaröryggi á sunnanverðum Vestfjörðum verði forgangsmál á næstu árum og að tekin verði ákvörðum um leiðir til úrbóta sem fyrst.“

DEILA