Bolungavík: gjaldtöku í jarðgöngum mótmælt

Bæjarráð Bolungavíkur mótmælir harðlega öllum fyrirætlunum um gjaldtöku í Bolungavíkurgöng. Í samþykkt bæjarráðsins frá því í gær segir ennfremur að öll gjaldtaka, hversu lítil sem hún er,  muni skerða samkeppnishæfni samfélagsins umfram önnur samfélög á Íslandi.

Þá segir í samþykktinni: “ bæjarráðið minnir á að frá því að Bolungavíkurgöng opnuðu hefur opinberum störfum fækkað mikið og svo til öll opinber þjónusta flust frá sveitarfélaginu í nafni hagræðingar. gjaldtaka, af hverju tagi, mun því skerða lífsgæði íbúa. Skerða möguleika ferðaþjónustu, sjávarútvegs og tækifæri til atvinnusköpunar.“