Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum og Bolungarvíkurkaupstaðar í samstarf

Fyrir liggja drög að samstarfssamningi milli Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum, sem er í Bolungavík, og Bolungavíkurkaupstaðar.

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum var sett á fót árið 2007 og þar er lögð áhersla á rannsóknir á haf- og strandsvæðum. Rannsóknasetrið er hluti af Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands en markmið hennar er að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika almennings til menntunar og styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf.

Markmið samstarfssamningsins er að:

  • efla þekkingar- og rannsóknastarf í sveitarfélaginu Bolungarvík og á Vestfjörðum
  • festa í sessi og efla starfsemi Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum.
  • Sveitarfélagið Bolungarvíkurkaupstaður leggur til uppbyggingarstyrk að upphæð 2.000.000kr ætlaðan til að styrkja og festa í sessi rannsóknastofu setursins í Bolungarvík og ennfremur árlegan styrk 1.000.000 kr.
  • Á móti framlagi kaupstaðarins beitir Rannsóknarsetrið  sér fyrir fræðslu og vísindamiðlun til grunnskólanemenda, uppbyggingu rannsóknaaðstöðu sem nýtist svæðisbundið við rannsóknir og kennslu á öllum skólastigum og lok styður við uppbyggingu frumkvöðlaseturs í Bolungarvík með samstarfi og setu í ráðum og nefndum eftir því sem við á.
  • Bæjarráð lýsir yfir mikilli ánægju með samningin og starfsemi RHÍ í Bolungarvík. Í samningnum felast mikil tækifæri fyrir Bolungarvík og fyrir uppbyggingu vísindastarfsemi á svæðinu. Var samningnum vísað til fjárhagsáætlunar.
DEILA