Milljarður króna í útgjaldajöfnunarframlög til Vestfjarða

Frá Patreksfirði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Ráðgjafarnefnd  Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga  hefur gengið frá skiptingu á 9.775 milljónum króna milli sveitarfélaga landsins til útgjaldajöfnunar milli þeirra á yfirstandandi ári. Til átta sveitarfélag á Vestfjörðum renna um 1.000 milljónir króna en eitt sveitarfélagið, Árneshreppur, fær ekkert og er í hópi 10 sveitarfélaga sem eins er ástatt um.

Framlögin eru reiknuð út frá íbúafjölda, fjarlægðum innan sveitarfélagsins, fjölda þéttbýlisstaða innan sveitarfélags, snjómokstri og skólaakstri.

Skagafjörður er það sveitarfélag sem hæstu greiðslu fær eða 494 milljónir króna. Næst er Fljótsdalshérað, sem fær  478 milljónir króna og Ísafjarðarbær er í þriðja sæti með 449 milljónir króna.

Framlag til annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum er:

Bolungarvíkurkaupstaður  106,4 milljónir króna

Reykhólahreppur               85,8 m.kr.

Tálknafjörður                    28,1 m.kr.

Vesturbyggð                    160,3 m.kr.

Súðavík                            59,6 m.kr.

Kaldrananeshr.                   18,1 m.kr.

Strandabyggð                   103,9 m.kr.

DEILA