Sýningaropnun í Bryggjusal

Sýningaropnun Mireya Samper er kl. 17 í dag.

Mireya Samper opnar myndlistasýningu sína þann 23. júní klukkan 17:00 í Bryggjusalnum í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Mireya Samper vinnur myndlist jöfnum höndum í tvívídd og þrívídd hvort sem um er að ræða fyrir söfn og gallerí eða umhverfisverk í náttúrunni. Hún hefur búið og starfað víðsvegar um heim, en er nú með búsetu og starfstöð á íslandi.
Hún nam myndlist fyrst á Íslandi við Mynd – og Handíðarskóla Íslands þaðan sem leið hennar lá til Frakklands í Ecole de Beaux Arts Luminy og hún útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist 1993.


Á sýningunni í Edinborgarhúsinu mun Mireya sýna tví- og þrívíð verk með skýrskotun til vatnsdropans, hingrásarinnar, eilífðarinnar og endurtekningarinnar … lífsins. Sýningin stendur frá 23. júní til 13. júlí og opnunartími er frá hádegi og fram yfir kvöldmat.

Sæbjörg

bb@bb.is

DEILA