Hugum að jólaljósum og rafmagnsöryggi

Framundan er hátíð ljóss og friðar. Að mörgu þarf að hyggja og eitt af því er að huga vel að jólaljósum, skreytingum og rafmagnsöryggi. Rafmagn er stórvirkur brennuvargur og á hverju ári verða eldsvoðar, sem eiga upptök sín í rafbúnaði.

Atriði sem vert er að hafa í huga:

  • Látum aldrei loga á ljósunum á jólatrénu.
  • yfir nótt eða þegar við erum að heiman.
  • Hendum gömlum jólaljósum sem eru úr sér gengin.
  • Notum ætíð ljósaperur af réttri gerð, stærð og styrkleika.
  • Gætum þess að brennanleg efni séu ekki nálægt jólaljósum.
  • Óvarinn rafbúnaður getur valdið raflosti.
  • Vörum okkur á óvönduðum jólaljósum.
  • Inniljós má aldrei nota utandyra.
  • Förum eftir leiðbeiningum um uppsetningu og notkun.
  • Látum logandi kerti aldrei standa ofan á raftæki.
  • Góður siður er að skipta um rafhlöður í reykskynjurum fyrir hver jól.

Mannvirkjastofnun hefur nýlega birt gagnlegar upplýsingar um jólaljós og rafmagnsöryggi og á vef sínum ráðleggur Orkubú Vestfjarða viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum að kynna sér vel þessar leiðbeiningar.

bryndis@bb.is

DEILA