Flokkum um jólin

Óhófleg neysla hátíðanna gefur af sér mikið magn af sorpi, en merkilega mikið af því er endurvinnanlegt. Allur jólapappír á að fara laus í stóra hólfið í endurvinnslutunnunni með öðrum pappa og fernum. Allt plast, þ.e.a.s. hreinar plastumbúðir, plastfilmur, -brúsar, -pokar, -glös o.fl. fer í litla hólfið.

Málmar, t.d. lok af krukkum, niðursuðudósir, tóm sprittkerti og ál, fara í litla hólfið. Það má hafa það í pokum, en er ekki nauðsynlegt. Rafhlöður má setja í litla hólfið, en hafa verður þær í pokum. Ljósaseríur og sparperur teljast til raftækja og má skila endurgjaldslaust með öðrum slíkum á næstu móttökustöð.

Vinsamlegast athugið að endurvinnsluefni má ekki vera matarsmitað. Svo nefnt sé dæmi þá er smá olía í pizzukassa í lagi, en ekki bitar af áleggi eða kleprar af osti.

Frekari upplýsingar:  www.isafjordur.is ; www.kubbur.is

smari@bb.is

DEILA