Miðvikudagur 14. maí 2025
Heim Blogg Síða 2116

Samstarf Háskólaseturs og Fræðslumiðstöðvar

Háskólasetrið er til húsa í Vestra.

Háskólasetrið sem heldur utan um öll fjarpróf á háskólastigi á Vestfjörðum en Fræðslumiðstöðin sér um framkvæmd þeirra á sunnanverðum Vestfjörðum og á Ströndum. Háskólanemar geta því tekið prófin nær sínu heimili.

Á sunnanverðum Vestfjörðum eru prófin tekin í Þekkingarsetrinu Skor og þar er fundarsalnum breytt í próftökustofu á prófatíma og þetta árið eru skráð yfir 40 jólapróf og yfir 20 próftakar úr 8 skólum. Í Skor er það Eva Dögg Jóhannesdóttir sem heldur um stýrið.

Á Hólmavík eru prófin tekin í Þróunarsetrinu undir yfirsjón Ingibjargar Benediktsdóttur verkefnastjóra FRMST og þar eru þetta árið skráð 16 próf, 7 próftakar úr 4  skólum.

bryndis@bb.is

Auglýsing

Engar fjárfestingar hjá Hafrannsóknarstofnun

Bjarni Sæmundsson. Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Hafrannsóknarstofnun fær 165 milljóna tímabundið framlag úr ríkissjóði til aukinna hafrannsókna, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi. Ekki er samt gert ráð fyrir neinum fjárfestingum í málaflokknum, þetta kemur fram á vefnum fiskifrettir.

„Í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fyrir árið 2018, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í morgun, er ekki gert ráð fyrir neinum fjárfestingum til Hafrannsóknastofnunar né annarra rannsókna, þróunar og nýsköpunar í sjávarútvegi. Stofnunin fær hins vegar 165 milljóna tímabundið framlag til aukinna hafrannsókna.“

Hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er kominn til ára sinna segir á vefnum og vísað er í orð Sigurðar Guðjónsson forstjóra stofnunarinnar en hann telur endurnýjun áríðandi enda er skipið er orðið hálfrar aldar gamalt.

bryndis@bb.is

Auglýsing

Byggja atvinnuhúsnæði í óleyfi

Fyrirtæki Walvis ehf á Flateyri fékk á dögunum stöðuleyfi fyrir tvo gáma á lóðinni Hafnarbakki 3 þar sem vinnsluhús fyrirtækisins stendur.  Fljótlega hófust svo framkvæmdir við byggingu 250 fm húss fyrir saltfiskvinnslu. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er þakið lagt ofan á gámana og þeir nýttir sem veggur. Framkvæmdin var tilkynnt til Ísafjarðarbæjar enda ekki sótt um leyfi til Skipulags- og mannvirkjanefndar sveitarfélagsins eins og lög gera ráð fyrir.

Fyrirtækið skilaði þá inn uppdráttum vegna framkvæmdanna og byggingarleyfisumsókn sem tekin var fyrir á afgreiðslufundi byggingafulltrúa 8. desember en umsókninni var hafnað á þeim forsendum að stækkunin samræmis ekki skilmálum gildandi deiliskipulags og uppfyllir ekki skilyrði byggingareglugerðar 112/2016, greinar 9.6.11, 9.6.13 og 9.6.16

Grein 9.6.11 fjallar um brunahólfun, 9.6.13 fjallar um brunamótstöðu hurða, hlera og glugga og 9.6.16 fjallar um vörn gegn útbreiðslu elds frá lægra liggjandi þaki.

Ekki virðast gerðar athugasemdir við notkun gáma sem vegg og aðspurður segir Axel R. Överby skipulags- og byggingafulltrúi Ísafjarðarbæjar að þessi byggingarmáti gæti samrýmst lögum. Byggingin yrði alltaf að uppfylla kröfur byggingareglugerðar hvað varðar burðarþol, eldvarnir og brunahólfun og löggiltur burðarþolshönnuður verður að ábyrgjast burðarþol.

Stöðuleyfi fyrir gáma eru gefin út til eins árs í senn en myndu í þessu tilfelli verða teiknuð inn í burðarvirki hússins og partur af húsinu sjálfu, segir Axel og þurfi þar af leiðandi ekki lengur stöðuleyfi.

„Það er ekkert í byggingareglugerðinni sem heimilar skýli til bráðabirgða, í þessu tilfelli þarf að uppfylla skilyrði skipulags- og byggingareglugerðar eins og um fullgilda byggingarleyfisumsókn sé að ræða. Þá er ekki gefinn afsláttur á kröfum brunavarna, minnugur atburða um síðustu helgi.“ Segir Axel að lokum.

bryndis@bb.is

Auglýsing

Sala eigna í fjárlagafrumvarpi

Heimild í fjárlögum til að selja Eyrarveg 8 á Flateyri

Í fjáralagafrumvarpi því sem nú liggur fyrir að afgreiða á alþingi er óskað eftir heimildum til að selja gamalt prestshús í Sauðlauksdal og íbúðarhús í Austmannsdal, hvoru tveggja í Vesturbyggð. Sömuleiðis er óskað heimildar til að selja eða ganga til samning við Vesturbyggð um ráðstöfum á flugstöð á Patreksfirði. Þetta kemur fram á blaðsíðu 14 í fjárlagafrumvarpinu.

Ennfremur skal selja eignarhlut ríkisins í fasteigninni Eyrarvegur 8, Flateyri, og kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði fyrir heilsugæslusel og að selja eignarhlut ríkisins í fasteigninni Höfðastígur 15 og 17, Bolungarvík, og kaupa eða leigja annað hentugra húsnæði fyrir heilsugæslusel. Einnig skal selja eignarhlut ríkisins í fasteigninni Miðstræti 19, Bolungarvík. Þetta kemur fram á blaðsíðu 15 í frumvarpinu.

bryndis@bb.is

Auglýsing

Útvarp í Bolungarvíkurgöngum

Frá undirritun samnings Leiðar ehf. og Vegagerðarinnar um uppsetningu þessa búnaðar þann 5. desember. Guðmundur Rafn Kristjánsson, Jónas Guðmundsson, Gísli Eiríksson og Örn Smári Gíslason.

Í dag, föstudaginn 15. desember  um kl. 14.00, verður formlega tekinn í notkun búnaður til útsendinga útvarps í Bolungarvíkurgöngum. Fram til þessa hafa engar útvarpsútsendingar náðst í veggöngum hérlendis, öðrum en Hvalfjarðargöngum og nú hinum nýju Norðfjarðargöngum og verður að teljast tímabært að bæta þar úr, en Bolungarvíkurgöng hafa til þess verið næstfjölförnustu veggöng hérlendis á eftir Hvalfjarðargöngum.

Það er Samgöngufélagið sem stendur að þessari framkvæmd, en Leið ehf. ásamt fleiri aðilum annast fjármögnun. Búnaðurinn ásamt uppsetningu kostar um 8,5 m.kr.

Gert er ráð fyrir að með þessum nýja búnaði verði unnt að ná útsendingum Rásar 1, Rásar 2 og Bylgjunnar en mögulega má fjölga rásum með tiltölulega litlum tilkostnaði. Þá er búnaðurinn búinn svokölluðu yfirkalli þannig að komast má með tilkynningar inn í allar útsendingar útvarps í göngunum ef vá ber að dyrum.

Mælst er til þess að þeir sem vilja vera viðstaddir mæti saman á bílum eftir því sem kostur er þar sem erfitt er að leggja nema fáum bílum í útskotum, en gert er ráð fyrir að þetta
verði í tæknirými D, sem er skammt fyrir innan munnann Ísafjarðarmegin  og taki ekki langan tíma.

bryndis@bb.is

Auglýsing

Frumkvöðullinn Kári í Sjávarfangi

Hann er girnilegur sushi bakkinn hans Kára

Ekki aðeins hefur Kári í Sjávarfangi sýnt frumkvæði í umhverfismálum og hvatt viðskipavini sína til að mæta með sín eigin ílát undir gómsætan fiskinn sem eru á boðstólnum í Sjávarfangi heldur hefur hann nú föndrað þetta girnilega Sushi sem verður í boði í dag.

Þar að auki er hin árlega skata klár fyrir þá sem vanir eru að snæða þann sérkennilega mat á Þorláksmessu.

bryndis@bb.is

Auglýsing

Síðasti leikur fyrir jól

Meistaraflokkur karla í körfu mætir Fjölnir á útivelli í kvöld og er það síðasti leikur í Íslandsmótinu fyrir áramót. Liðið hefur verið á góðri siglingu og unnið tvö útileiki í röð og stefnir á að taka þann þriðja í Dalhúsum kl. 19:30. Nú lag fyrir Vestfirðinga á suðvesturhorninu að skella sér á leik og hvetja Vestramenn til dáða.

bryndis@bb.is

Auglýsing

Vöktun á mögulegri erfðablöndun

Alþingi

Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttir er sérstakt fjárframlag veitt til vöktunar vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi í sjókvíum. Orðrétt segir á bls. 280 í frumvarpinu:

„Fjárheimild málaflokksins hækkar um 90 m.kr. vegna framlags til vöktunar vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi í sjókvíum. Mikilvægt er að fylgja niðurstöðum áhættumats Hafrannsóknastofnunar eftir, sannreyna og uppfæra það reglulega með viðamikilli vöktun. Vöktunin fer fram með myndavél í ám, merkingu á öllum seiðum sem fara í eldi, sýnatöku úr fiskum og seiðum í ám og greiningu á erfðaefni.“

bryndis@bb.is

Auglýsing

Pottaskefill fer á bókasafn

Laugardaginn 16. desember ætlar Pottaskefill að heimsækja Safnahúsið. Hann mun spjalla við gesti og gangandi í sal Listasafnsins þar sem einnig er að finna jólasýningu hússins. Pottaskefill reiknar svo sannarlega með að í boði verði kaffisopi, girnilegir pottar og góð börn. Safnahúsið er opið frá 13:00 – 16:00 á laugardögum en tímabundinn Sveinki ætlar að vera á staðnum um kl. 14:00.

bryndis@bb.is

Auglýsing

Heiðursborgarar Vesturbyggðar

Heiðursborgarar Vesturbyggðar 2013

Á fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar þann 7. desember var lagði stjórnin til að eftirfarandi fjórir íbúar Vesturbyggðar verði tilnefndir heiðursborgarar Vesturbyggðar.

  • Bjarni Símonarson Hákonarson, fyrrv. hreppstjóri Barðastrandahrepps og bóndi á Haga.
  • Hannes Stephensen Friðriksson, fyrrv. sveitarstjórnarmaður og kaupmaður, Bíldudal.
  • Helga Bjarnadóttir, fyrrv. leikskólastjóri og fyrrv. form. Kvenfélagsins Sifjar, Patreksfirði.
  • Sveinn Þórðarson, fyrrv. verslunarmaður og bóndi á Innri-Múla, Barðaströnd.

Jón Magnússon var kosinn heiðursborgari Vesturbyggðar árið 2010 en síðan hefur skapast sú hefð að tilnefna heiðursborgara í lok kjörtímabils, á síðasta desemberfundi bæjarstjórnar. Síðast í desember 2013.

Að sögn Þóris Sveinssonar skrifstofustjóra Vesturbyggðar er tilnefning heiðursborgara hjá Vesturbyggð er fyrst og fremst þakklætisvottur frá bæjarstjórn sveitarfélagsins á þætti viðkomandi í óeigingjörnu, margvíslegu og viðamiklu starfi einstaklinga samfélaginu til heilla um langt árabil. Engin sérstök venja eða nákvæmar reglur gilda um tilnefninguna eða hverjir hljóti hana hverju sinni heldur fer þar eftir matskenndu áliti bæjarstjórnarfulltrúa. Engin fjárhagslegur ávinningur fylgir viðurkenningunni fyrir viðkomandi sem hana hlýtur, heiðursborgurunum er einungis boðið til kaffisamsætis þar sem þakkarræður eru haldnar.

Á meðfylgjandi mynd eru heiðursborgarar frá 2013

bryndis@bb.is

Auglýsing

Nýjustu fréttir