Samstarf Háskólaseturs og Fræðslumiðstöðvar

Háskólasetrið er til húsa í Vestra.

Háskólasetrið sem heldur utan um öll fjarpróf á háskólastigi á Vestfjörðum en Fræðslumiðstöðin sér um framkvæmd þeirra á sunnanverðum Vestfjörðum og á Ströndum. Háskólanemar geta því tekið prófin nær sínu heimili.

Á sunnanverðum Vestfjörðum eru prófin tekin í Þekkingarsetrinu Skor og þar er fundarsalnum breytt í próftökustofu á prófatíma og þetta árið eru skráð yfir 40 jólapróf og yfir 20 próftakar úr 8 skólum. Í Skor er það Eva Dögg Jóhannesdóttir sem heldur um stýrið.

Á Hólmavík eru prófin tekin í Þróunarsetrinu undir yfirsjón Ingibjargar Benediktsdóttur verkefnastjóra FRMST og þar eru þetta árið skráð 16 próf, 7 próftakar úr 4  skólum.

bryndis@bb.is

DEILA