Pottaskefill fer á bókasafn

Laugardaginn 16. desember ætlar Pottaskefill að heimsækja Safnahúsið. Hann mun spjalla við gesti og gangandi í sal Listasafnsins þar sem einnig er að finna jólasýningu hússins. Pottaskefill reiknar svo sannarlega með að í boði verði kaffisopi, girnilegir pottar og góð börn. Safnahúsið er opið frá 13:00 – 16:00 á laugardögum en tímabundinn Sveinki ætlar að vera á staðnum um kl. 14:00.

bryndis@bb.is

DEILA