Engar fjárfestingar hjá Hafrannsóknarstofnun

Bjarni Sæmundsson. Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Hafrannsóknarstofnun fær 165 milljóna tímabundið framlag úr ríkissjóði til aukinna hafrannsókna, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi. Ekki er samt gert ráð fyrir neinum fjárfestingum í málaflokknum, þetta kemur fram á vefnum fiskifrettir.

„Í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fyrir árið 2018, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í morgun, er ekki gert ráð fyrir neinum fjárfestingum til Hafrannsóknastofnunar né annarra rannsókna, þróunar og nýsköpunar í sjávarútvegi. Stofnunin fær hins vegar 165 milljóna tímabundið framlag til aukinna hafrannsókna.“

Hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er kominn til ára sinna segir á vefnum og vísað er í orð Sigurðar Guðjónsson forstjóra stofnunarinnar en hann telur endurnýjun áríðandi enda er skipið er orðið hálfrar aldar gamalt.

bryndis@bb.is

DEILA