Heiðursborgarar Vesturbyggðar

Heiðursborgarar Vesturbyggðar 2013

Á fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar þann 7. desember var lagði stjórnin til að eftirfarandi fjórir íbúar Vesturbyggðar verði tilnefndir heiðursborgarar Vesturbyggðar.

  • Bjarni Símonarson Hákonarson, fyrrv. hreppstjóri Barðastrandahrepps og bóndi á Haga.
  • Hannes Stephensen Friðriksson, fyrrv. sveitarstjórnarmaður og kaupmaður, Bíldudal.
  • Helga Bjarnadóttir, fyrrv. leikskólastjóri og fyrrv. form. Kvenfélagsins Sifjar, Patreksfirði.
  • Sveinn Þórðarson, fyrrv. verslunarmaður og bóndi á Innri-Múla, Barðaströnd.

Jón Magnússon var kosinn heiðursborgari Vesturbyggðar árið 2010 en síðan hefur skapast sú hefð að tilnefna heiðursborgara í lok kjörtímabils, á síðasta desemberfundi bæjarstjórnar. Síðast í desember 2013.

Að sögn Þóris Sveinssonar skrifstofustjóra Vesturbyggðar er tilnefning heiðursborgara hjá Vesturbyggð er fyrst og fremst þakklætisvottur frá bæjarstjórn sveitarfélagsins á þætti viðkomandi í óeigingjörnu, margvíslegu og viðamiklu starfi einstaklinga samfélaginu til heilla um langt árabil. Engin sérstök venja eða nákvæmar reglur gilda um tilnefninguna eða hverjir hljóti hana hverju sinni heldur fer þar eftir matskenndu áliti bæjarstjórnarfulltrúa. Engin fjárhagslegur ávinningur fylgir viðurkenningunni fyrir viðkomandi sem hana hlýtur, heiðursborgurunum er einungis boðið til kaffisamsætis þar sem þakkarræður eru haldnar.

Á meðfylgjandi mynd eru heiðursborgarar frá 2013

bryndis@bb.is

DEILA