Merkir Íslendingar – Hallgrímur Jónsson frá Dynjanda

Hallgrímur Jónsson var fæddur þann 11. desember 1902 að Kjarlaksstöðum í Dalasýslu og voru foreldrar hans Sigrún Guðmundsdóttir og Jón Guðmundsson.

Faðir hans var frá Kjörvogi í Strandasýslu. Svo vill til, að ég sem þessar línur rita, man eftir Sigrúnu, móður Hallgríms, eftir að hún fluttist til Ísafjarðar. Hún var mikil myndarkona, ræðin, hafði ákveðnar skoðanir og var ófeimin að halda þeim fram. Hún var mjög eðlisgreind, hafði fádæma gott minni og var gaman að ræða við hana.

Frá fæðingarstaðnum í Dalasýslu fluttust foreldrar Hallgríms að Drápuhlíð á Snæfellsnesi, en þegar Hallgrímur var um 7 ára lá leið foreldra hans fyrst vestur til Bolungarvíkur á árinu 1909 og síðan áttu þau heima í þrjú ár á Minna-Hrauni í Skálavík. Eftir það lá leiðin norður á Strandir og þar bjuggu þau fyrst að Hrauni í Bjarnarnesi, og þar næst á Hrafnsfjarðareyri í Grunnavíkurhreppi. Það má því segja að heimili, æfi og starf Hallgríms hafi bundist Grunnavíkurhreppi upp frá því þangað til að Grunnvíkurhreppur fór í eyði og hann flutti ásamt konu sinni til Ísafjarðar, þar sem þau bjuggu ávallt síðan.

Á árinu 1983 komu út æfiminningar Hallgríms Jónssonar, sem hann nefndi „Saga stríðs og starfa“ og var sú bók búin til prentunar af Erlingi Davíðssyni. Í bókinni lýsir hann æfi sinni og kjörum, mannlífinu í Grunnavíkurhreppi og Hornströndum þegar hann var að alast upp og til þess dags er síðustu íbúanir yfirgefa byggðina.

Hallgrímur Jónsson var einn af þeim alþýðumönnum sem þurftu að heyja harða og stranga lífsbaráttu. Hann var fæddur og uppalinn í fátækt og foreldrarnir börðust hetjulegri baráttu að koma bömum sínum til manns. Þau komu upp stórum barnahópi, en aðeins tvö systkini enn á lífi; Sveinbjöm, sem búsettur er í Reykjavík og Jóhanna, sem býr á Droplaugarstöðum í Reykjavík.

Hallgrímur lagði fyrir sig öll störf sem þá féllu til. Hann gerðist vinnumaður á sveitaheimilum og vann hörðum höndum. Hann fór ungur að árum að stunda sjóinn, bæði heima í Jökulfjörðum og eins sunnan við Ísafjarðardjúp og þá mest í Hnífsdal. Hann var harður og dugmikill maður og lagði gjörva hönd á margt. Hann mundi tímana tvenna, blómlega byggð og harða lífsbaráttu þar norður frá öll þessi ár.

Hallgrímur Jónsson  bjó áratugum saman á gömlu höfuðbóli, Dynjanda í Jökulfjörðum, en síðustu 10 árin, sem hann var bóndi í Grunnavík, bjó hann í Sætúni.
Hann var kallaður til mannaforráða, sat í hreppsnefnd í 25 ár með hinni miklu kempu séra Jónmundi Halldórssyni á Stað í Grunnavík, en við lát Jónmundar varð hann oddviti hreppsins og jafnframt hreppstjóri allmörg síðustu árin og gegndi flestum trúnaðarstörfum sem gegna þurfti í hreppnum. Hallgrímur ber hinum aldna heiðursklerki, Jónmundi Halldórssyni, góða sögu og lýsir því hve mikill dugnaðarforkur og hamhleypa hann var til allra verka, sómi, sverð og skjöldur sveitar sinnar áratugum saman.

Í bók sinni „Saga stríðs og starfs“ er eftirtektarvert hvað Hallgrímur Jónsson gefur samferðamönnum sínum góðan vitnisburð og hve mikill hlýleiki er til allra samferðamanna. Þótt kastaðist stundum í kekki, eins og gerist og gengur, þá sá hann samferðamenn sína og nágranna í ljósi lífsbaráttunnar, kunni að meta þá og þótti vænt um þá eins og þeir komu honum fyrir sjónir.

Margt í bókinni sýnir glöggt hversu skýrum augum hann leit á samveruna og tilveruna í kringum sig og það er á eftirtektarverðan hátt hvernig hann lýsir því þegar fer að halla undan fæti í byggðinni þar norður frá. Fyrst fer sá mannmargi hreppur, sem lengi var Sléttuhreppur, í eyði og sfðan fer fólkið að yfirfgefa Grunnavíkurhrepp og hann var meðal þeirra sem fóru síðastir.

Eftir að Hallgrímur fluttist frá Dynjanda og Sætúni í Grunnavík, þar sem hann bjó í tíu ár, stundaði hann landbúnað, sjósókn og fískverkun, en það er haustið 1962 sem er örlagastundin í byggðasögu þessa norðurhrepps í Norður-Ísafjarðarsýslu, en þá flytja sfðustu íbúanir í burtu.

Haustið 1962 fluttust Hallgrímur og kona hans til Ísafjarðar og þar stóð heimili þeirra æ síðan. Hann kvæntist Kristínu Benediktsdóttur frá Dynjanda árið 1925, en hún lést fyrir tíu árum eftir mikla vanheilsu í allmörg ár. Hjónaband þeirra var með miklum ágætum.
Börn þeirra eru:
 Bentey, gift Einari Alexanderssjmi, húsasmið í Reykjavík, Sigurjón, skipaeftirlitsmaður á Ísafírði, kvæntur Sigríði Guðjónsdóttur, Margrét, gift Marinó Magnússyni, búsett á Ólafsfirði, Gunnar, húsvörður í Reykjavík, sambýliskona hans er Jóna S. Bender, Rósa, ljósmóðir á Ísafirði, giftist Héðni Jónssyni, sem lést fyrir nokkrum árum, Halldóra, gift Erlingi Pilsrud, flugvallarstjóra, þau búa í Noregi, María, gift Kjartani Sigmundssyni, sjómanni á Ísafirði, en yngst er Sigríður, sem gift er Sigurði Kristinssymi, viðskiptafræðingi, Reykjavík. Öll eru börn þeirra dugnaðar- og ágætisfólk, sem hefur komið sér vel áfram í lífinu.

Ég þekkti Hallgrím Jónsson í nokkra áratugi. Hann kom mér fyrir sjónir sem hógvær, greindur, heiðarlegur og vænn maður. Við áttum oft samleið, bæði meðan hann bjó á Dynjanda, sfðar í Sætúni, og ekki síst eftir að hann fluttist til Ísafjarðar. Hallgrímur átti sæti í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna á Ísafirði um árabil. Alltaf lét hann gott af sér leiða. Hann var prúður í málflutningi, sanngjarn í dómum sínum um aðra og maður fann fljótt að þar sem hann var fór góður drengur sem óhætt var að treysta og taka fullt tillit til. Nú eru þeir óðum að hverfa sem háðu hina hörðu lífsbaráttu á Ströndum norður í byrjun og frameftir þessari öld.

Hallgrímur Jónsson, fyrrum bóndi á Dynjanda, var einn þeirra manna sem lengst þraukuðu í hinni hörðu lífsbaráttu. Hann lét aldrei hugfallast og var alltaf trúaður á það ætti eftir að birta yfir þessum byggðum, en hann gerði sér grein fyrir því að þær miklu þjóðfélagsbreytingar sem voru óðum að verða að veruleika mundu bitna á þessum byggðum. Því sætti hann sig við eins og aðrir að bíða ósigur og verða að viðurkenna að byggð mundi ekki lengur haldast og hann valdi sér þann kost að flytjast ekki suður, heldur til Ísaflarðar sem var og er fólksflesti staðurinn á Vestfjörðum og þar starfaði hann meðan heilsa og kraftar leyfðu. Síðustu æfiárin var heilsa hans léleg, en æðruleysi hans og viðhorf til lífsins voru aldrei með öðrum hætti en þeim að hann skildi allt sem skeði og hann reiddist engum manni. Hann harmaði mjög konu sína og þó sérstaklega hversu erfið ár hún átti eftir að hún missti heilsuna. Það sýndi eins og margt annað í fari þessa góðs drengs að það sem honum þótti vænt um það kunni hann að meta og þau skipti sem hann minntist konu sinnar talaði hann um hana með þeirri hlýju, ást og tryggð, sem honum var svo eiginleg. Hann bar mikla ást og umhyggju fyrir börnum sfnum, tengdabömum og banabömum og skyldfólki sínu og ekki síst fyrir systkinum sínum.

Hallgrímur Jónsson, fyrrum hreppstjóri og bóndi, Dynjanda í Grunnavíkurhreppi, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafírði þann 12. febrúar sl. og verður hann jarðsunginn í dag frá Ísafjarðarkapellu.

Ég kveð þennan gamla vin minn með trega. Löngu lífsstarfi er lokið, heilsan var biluð og hvíldin kærkomin. Eftir lifir minning um góðan dreng, mann sem lét ekki hugfallast, mikinn sómamann.

Blessuð sé minning Hallgríms Jónssonar.

Minningarorð Matthíasar Bjarnasonar í Morgunblaðinu á útfarardegi Hallgríms Jónssonar þann 20. febrúar 1988.

Málverk af Dynjanda í Leirufirði, Jökulfjörðum.
DEILA