Viðtalið: Samúel Samúelsson

Í viðtalinu að þessu sinni er Súðvíkingurinn Samúel Samúelsson sem hefur m.a. stýrt meistarflokki vestra og komið þeim upp í efstu deildí knattspyrnunni. Framundan um helgina er fyrsti leikur Vestra í Bestu deildinni. En gefum Samúel orðið:

Ég er fæddur 21.9.1982 i Reykjavik,  uppalin í Súðavik. Foreldrar mínir eru þau Samúel Kristjánsson og Rannveig Jón Ragnarsdóttir. Konan mín heitir Svala Sif Sigurgeirsdóttir  og saman eigum við börnin Samúel Mána og Guðrúnu Maney.  Ég hef búið meira og minna á Ísafirði frá því að ég byrjaði i Menntaskóla, hér líður mér vel og ég vill helst hvergi annarstaðar vera. Ég ætla nú samt að flytja þegar að sonur minn kemst á menntaskóla aldur þar sem ég vill að hann fái sömutækifæri og önnur börn og geti stundað fótbolta við alvöru astæður en því miður sé ég það ekki verða hér i framtíðinni.

 Ég hef unnið á Fiskmarkaðnum i nokkuð mörg ár og var framkvæmdarstjóri þar til um mitt síðata sumar en þá sameinaðist Fiskmarkaður Vestfjarða inn i FMS og vinnum við undir merkjum FMS i dag. Það eru 17 manns sem vinna hjá okkur i Bolungarvik og Ísafirði  svo erum við með verktka sem þjónusta á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. FMS er með starfstöðvar vítt og breitt um landið en aðalskrifstofa þess er i Sandgerði. Fiskmarkaðurinn  er  fyrirtæki sem sérhæfir sig i að selja fisk, við tökum á móti fisknum sem bátarnir bera að landi, löndum fyrir þá sem vilja. Við vigtum, flokkum,slægjum og svo svo seljum fyrir útgerðirnar. Við bæði seljum fisk gegnum uppboð og svo sjáum við einnig um að tengja seljendur og kaupendur og göngum frá sölum og kaupum fyrir þá.  Sumarið er klárlega tíminn hjá okkur, maí – ágúst eru strandveiðar á fullu og svo eru sept – des yfirleitt bara fínir mánuðir. Jan – mars eru klárlega mánuðir sem meira mætti vera um að vera hjá okkur en það er eins og það er.

 Ég verð  að  segja að áhugamálið mitt sé knd Vestra. Og bara fótbolti yfir höfuð. Það hefur kannski ekki farið framhjá mörgum en ég hef sinnt því frá 2006 með Nonna vini minum og mörgu öðru góðu fólki. En við Nonni byrjuðum i þessu saman og hvorugur má hætta nema að við séum báðir sammalá um að það sé komið gott eða hreinlega að fólk kjósi okkur burtu.  Ég hef einnig hrikalega gaman að því að sækja barna mót i fótbolta og reyni að sjá alla leiki hjá syni mínum og svo á ég von á því að dóttir min byrji í fótbolta fljótlega þannig að eigum við ekki bara að seigja að lífið sé fiskur og  fótbolti. Svala konan mín var nú ekkert alltof spennt fyrir þessum lífsstíl til að byrja með en hún missir ekki af leik hjá Vestra i dag. Svo er hún komin á kaf i að sinna flokknum hjá Samúel Mána. Fjölskyldufríin eru plönuð út frá fótboltanum þannig að sumrin henta okkur ekki vel til að fara í frí, bæði fótboltalega og vinnulega þar sem mai – september er tíminn sem við höfum bara tíma i að vinna og horfa á fótbolta.

DEILA