Ísafjarðarhöfn: kaupir húsnæði

Ísafjarðarhöfn hefur samþykkt að kaupa húsnæði af olíufélagi útvegsmanna í Hafnarhúsinu á Ísafirði. Kaupverð er 85 m.kr. Höfnin hefur leigt húsnæðið sem er 398 fermetrar að stærð síðustu níu ár og hafnarstjón segir í bókun að full þörf sé á því fyrir starfsemi Ísafjarðarhafna.

Ekki er gert ráð fyrir kaupunum í fjárhagsáætlun 2024 og því leggur hafnarstjórn til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka vegna kaupanna. Bæjarstjórnin tók málið fyrir á fundi sínum í gær og samþykkti þau.

Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs segir að í raun verði ekki um útgjaldaaukningu að ræða, einkum þar sem breytingar verða á tekjuáætlun hafnarinnar sem vega upp kaupverðið.

DEILA