Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi heimsækir norðanverða Vestfirði um helgina

Um helgina ætlar Halla Hrund Logadóttir, forsetaframbjóðandi Íslands, sú sem kölluð hefur verið „spútnikframbjóðandi“ þessarar kosningabaráttu, að heimsækja norðanverða Vestfirði.

Halla Hrund hefur lagt áherslu á mikilvægi landsbyggðarinnar og er áhugasöm að fá að heyra hvað brennur helst á íbúum svæðisins enda mikilvægt fyrir forseta að skilja þarfir, áskoranir og tækifæri sem byggðir landsins standa frammi fyrir.

Halla Hrund hlakkar því til samtals við íbúa á opnum fundum og ræða hvernig best sé að takast á við stóru málin sem snerta bæði landsbyggðina og þjóðina í heild sinni.

Þegar hafa þrír fundir verið settir á dagskrá en ef aðstæður leyfa er líklegt að þeim muni fjölga.

Dagskráin nú er sem hér segir:

Föstudagur 19. apríl – Klukkan 18:00 í Gunnukaffi, Flateyri

Sunnudagur 21. apríl – Klukkan 13:00 í Verbúðinni, Bolungarvík

Sunnudagur 21. apríl – Klukkan 20:00 í Bryggjusal Edinborgarhússins á Ísafirði

Á fundunum mun Halla Hrund fara yfir það hvers vegna hún býður sig fram og sína sýn á embætti forseta Íslands í íslensku samfélagi og á alþjóðavettvangi. Þau sem hafa áhuga á að kynnast Höllu Hrund og framboði hennar betur eru hvött til að láta sjá sig!

Halla Hlakkar til fjörugrar helgar með tónleikum og Fossavatnsgöngu vestra.

Verið hjartanlega velkomin!

DEILA