Vesturbyggð: kosið til heimastjórna og 16 ára aldur

Ráðhús Vesturbyggðar.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur samþykkt reglur um kosningar til heimastjóra í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðar. Kosið verður á sama tíma og almennar sveitarstjórnarkosningar fara fram í maí. Kosningaaldur verður miðaður við þá sem orðnir eru 16 ára á kjördegi.

Heimastjórnir verða fjórar.
a) Heimastjórn Arnarfjarðar
b) Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps
c) Heimastjórn Patreksfjarðar
d) Heimastjórn Tálknafjarðar

Gerð verður sérstök kjörskrá fyrir hverja heimastjórn. Hægt verður að kjósa utan kjörfundar allt að 20 áður dögum fyrir kjörfund.

Heimastjórnir skulu skipaðar þremur (3) fulltrúum. Tveir (2) fulltrúar og tveir (2) til vara skulu kosnir beinni
kosningu. Kjörgengir eru þeir í heimastjórn sem hafa kosningarrétt í sveitarfélaginu skv. 2. mgr. 133. gr.
sveitarstjórnarlaga. Einn fulltrúi og annar til vara eru kjörnir af sveitarstjórn og skulu þeir vera aðalfulltrúar í sveitarstjórn.

Framkvæmd heimastjórnarkosninga skal vera þannig að hver kjósandi kýs einn (1) aðalmann í
heimastjórn í beinni kosningu. Kjósandi skrifar á kjörseðil fullt nafn og heimilisfang þess sem hann kýs.
Þeir tveir (2) einstaklingar sem fá flest atkvæði eru kjörnir aðalmenn. Næstu tveir (2) þar á eftir eru kjörnir
varamenn í samræmi við fjölda atkvæða.

DEILA