Sjóferðir fá stærri bát

Nýi báturinn var fyrst sjóbjörgunarbátur og svo notaður í farþegaflutninga í Noregi. Mynd: Magnús Jónsson.

Sjóferðir á Ísafirði hafa fest kaup á bát frá Noregi og er hann kominn til landsins. Stígur Berg Zophusson sagði í samtali við Bæjarins besta að verið væri að afla tilskylinna leyfa til farþegaflutninga og sagðist hann gera ráð fyrir að báturinn kæmi vestur fyrir vorið.

Báturinn sem mun fá nafnið Anna kemur í stað Ingólfs og sagðist Stígur vera að auka sætaframboðið og þægindi farþeganna. Nýi báturinn tekur 48 farþegar eða 18 farþegum fleira en Ingólfur. Nafnið á nýja bátnum er fengið frá ömmu eiginkonu Stígs. Hinir bátarnir heita Guðrún Kristjáns og Sjöfn svvo allir bera þeir kvenmannsnafn.

Helstu verkefni Sjóferða er halda upp ferðum til Aðalvíkur og Hesteyrar auk þess að þjónusta farþega skemmtiferðaskipanna.

farþegabáturinn Anna.

Mynd: aðsend.

DEILA