Rorum: opna vefsíðu sem sýnir umhverfisvöktun eldissvæða

Fyrirtækið Rorum sem vinnur að rannsóknum og ráðgjöf í umhverfismálum opnar á morgun, miðvikudaginn 27. mars kl 11, vefsíðu þar sem unnt verður að skoða niðurstöðu umhverfisvöktunar á fiskeldissvæðum í sjó. Lífrænt álag frá fiskeldi er vaktað með athugun á fjölbreytni botndýrasamfélaga og breytingum á styrk lífrænna efna í sjó. Fylgst er sérstaklega með því hver uppsöfnun lífræns efnis undir sjókvíum er og áhrif þess á botndýrasamfélögin. Birt verða raungögn um styrk lífrænna efna og áhrif þeirra á botndýrasamfélög.

Í tilkynningu frá Rorum segir að þessar upplýsingar séu forsenda þess að starfrækja fiskeldi í sátt við umhverfið. „Vöktun á umhverfisþáttum fer fram á þremur mismunandi tímum í eldisferlinu: Áður en eldi hefst á eldissvæði til að meta hvert grunn ástandið er á eldissvæði (grunn sýnatökur). Þegar eldi hefur náð 75% af leyfilegum lífmassa eldissvæðis (hámarkssýnatökur). Þegar hvíldartíma eldissvæði líkur, venjulega 3 mánuðum eftir að slátrun líkur (hvíldarsýnatökur).“

Þátttakendur í þessu verkefni eru eldisfyrirtækin Ice Fish Farm á Austfjörðum Arnarlax, ÍS 47, Hábrún og Háafell á Vestfjörðum.

DEILA