Karfan: Vestri efstur í 2. deild mfl. karla

Sigurður Þorsteinsson, Vestra.

Um síðustu helgi lauk keppni í 2. deild karla. Þá var mikilvægur leikur fyrir körfuknattleiksdeild Vestra sem gat með sigri endaði tímabilið í efsta sæti í 2. deild karla.

Leikurinn var á Sunnudegi á móti KV, í vesturbænum.  KV var í 3. sæti í deildinni og skipað ungum fyrrverandi leikmönnum KR. 

Leikmenn Vestra lögðu af stað snemma að  morgni, ekki ákjósanlegt ferðafyrirkomulag enda hætt við ferðastirðleika og þreytu.  Það sást í byrjun enda KV menn sprækari í upphafi og komast í 13-3 stöðu og vörn Vestra  hriplek. Vörnin fór þó að smella og þá fylgdu í kjölfarið góðar körfur.  Liðsmenn Vestra héldu áfram að spila stífa vörn og náðu þannig tökum á leiknum. Skyttur Vestra hrukku svo í gang í seinni hálfleik, og settu nokkra fallega þriggja stiga körfur sem gáfu Vestra gott forskot. 

Pétur, þjálfari skipti sem fyrr ört inn á. Allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig.  Mikilvægt í leik sem þessum að allir leikmenn fái tækifæri til að sanna sig og fá auk þess dýrmæta leikreynslu.  Það  komust allir á blað og voru Jonathan  og Sigurður Þorsteinsson stigahæstir með 32 stig og 20 stig.  Sigurður tók einnig haug af fráköstum og Jonathan var drjúgur að finna opna menn.  Yngri leikmenn okkar voru allir nokkuð jafnir í framlagi og ákveðnin í vörninni skapaði grunnin að þessum sigri.

Vestri vann að lokum öruggan sigur 100:78 og varð í efsta sæti deildarinnar með 16 sigra í 18 leikjum.

Næst á dagskrá er svo úrslitakeppni sem hefst strax eftir páska.  Lið Vestra mætir lið Leiknis/Aþenu og leikdagur er ekki enn staðfestur.  Vinni Vestri þann undanúrslitaleik þá öðlast liðið rétt til að færast upp um deild.  Í hinni undanúrslita viðureigninni eigast við KV og KFG. 

DEILA