Gott ferðaveður á Vestfjörðum

Ferðaveður er fremur gott á Vestfjörðum miðað við vetur, hægviðri og flestir vegir opnir. Þæfingsfærð er þó í Reykhólasveit. Ófært er norður í Árneshrepp. Hálka eða hálkublettir eru víða.  Vestfjarðavegur frá Reykhólasveit og til Patreksfjarðar og þaðan til Bíldudals er auður samkvæmt yfirliti Vegagerðarinnar.

Vegagerðin varar við ástandi á slitlaginu á Vestfjarðavegi frá Bröttubrekku yfir í Gufudalssveit og á Reykhólasveitarvegi og segir það mjög slæmt. Hraði er af þeim sökum takmarkaður á nokkrum stöðum.

DEILA