Eyri hjúkrunarheimili: sótt um 10 íbúða viðbyggingu

Heilbrigðisráðuneytið hefur sótt um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hjúkrunarheimilið Eyri. Viðbyggingin er íbúða/meðferðarkjarni á einni hæð með 10 íbúðum. Byggingarfulltrúi hefur samþykkt byggingaráformin m með fyrirvara um lagfæringar hönnuðar á aðaluppdráttum. 

Núverandi hjúkrunarheimili var byggt 2014 og í því eru 30 íbúðaeiningar.

Flatarmál nýrrar íbúðaeiningar með tengigangi er 655,4 m², og hjóla-og rafskutlurými er 33,9 fermetrar og er viðbót við byggingu sem fyrir er.Heildarflatarmál nýbygginga er 689,3 m2 , og samtals gólfflötur bygginga á lóðinni 3007,8 m2 .

Í almennri lýsingu segir að rekstur nýs íbúðakjarna verður innifalinn í rekstri núverandi hjúkrunarheimilis.
Áætlaður fjöldi staðbundinna starfsmanna alls hjúkrunarheimilis er um 5-6, en aðrir starfsmenn eru samnýttir með aðliggjandi Fjórðungssjúkrahúsi Vestfjarða. Í íbúðakjarna er sameiginleg setustofa, borðstofa og eldhús. Í eldhúsi er gert ráð fyrir undirbúningi máltíða sem foreldaðar eru annars staðar. Einnig til notkunar af íbúum til einfaldrar matargerðar og baksturs, mögulega með aðstoð starfsmanna.

DEILA